Bill Gates veðjar á endurnýjanlega orku

Mynd: Pixabay / Pixabay

Bill Gates veðjar á endurnýjanlega orku

29.06.2015 - 17:14

Höfundar

Ýmislegt jákvætt má finna í umræðu sem tengist umhverfismálum um þessar mundir. Nýútkomið páfabréf hefur vakið mikla athygli, en það er helgað loftslagsbreytingum, með brýningu um að grípa til róttækra aðgerða svo ekki komi til óafturkræfra breytinga í lífríki jarðar.

 Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fer yfir það sem nýjast er í umhverfisumræðunni í Samfélaginu í dag. Auk þess að ræða innihald páfabréfsins fjallar hann um fjárfestingar í orkugeiranum.  Fram kemur að minna er fjárfest í jarðefnaeldsneyti nú en áður, og að hugbúnaðarjöfurinn Bill Gates hefur tilkynnt áform um að fjárfesta í þróun tækni á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann hyggist leggja sem nemur 260 milljörðum íslenskra króna í þetta þróunarstarf, án þess þó að sleppa alveg hendinni af jarðefnaeldsneytinu.