Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bílasprenging í Kaíró varð 20 manns að bana

05.08.2019 - 18:10
epaselect epa07757075 People extinguish a fire from a blast inside the National Cancer Institute, Cairo, Egypt, 04 August 2019 ccording to reports, at least one person died and after an oxygen tube exploded at the National Cancer Institute in Cairo.  EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tuttugu manns létust og fjörutíu og sjö særðust, þar af þrír alvarlega, í hryðjuverkaárás fyrir utan spítala í egypsku borginni Kaíró á sunnudagskvöld.

Bíll kom akandi á ofsahraða og ók á þrjá aðra bíla fyrir utan spítalann en áreksturinn olli sprengingu. Spítalabyggingin varð fyrir töluverðum skemmdum og sjúklingarnir, sem voru um 80 talsins, hafa verið fluttir annað. 

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur sent aðstandendum þeirra sem létust samúðarkveðjur og sagt athæfið vera huglaust hryðjuverk. Rannsókn lögreglu stendur yfir en grunur leikur á að Hasm-samtökin, sem tengjast Múslimska bræðralaginu, beri ábyrgð á árásinni.

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV