Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í núverandi mynd frá og með næstu áramótum. Skilanefnd verður falið að annast fjárhagslegt uppgjör hennar og eigna og hefur ráðuneytið skipað starfshóp sem ætlar að skoða framtíðarmöguleika þessara mála. Ákvörðunin er tekin til að mæta óánægju lögreglustjóra. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.