Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Biggi Hilmars og dökkur hestur

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Biggi Hilmars og dökkur hestur

15.11.2017 - 09:08

Höfundar

Biggi Hilmars söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Ampop var að senda frá sér plötuna Dark Horse sem er önnur sólóplatan hans.

Biggi kom í heimsókn og Rokkland og ræddi plötuna, en við skautuðum líka yfir feril hljómsveitarinnar Ampop sem naut mikilla vinsælda fyrir rúmum áratug.

Ampop gekk ekki bara vel á Íslandi heldur líka erlendis þar sem sveitin spilaði talsvert og víða auk þess sem lög Ampop voru notuð í kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Ampop hætti aldrei formlega en það hefur ekkert heyrst frá sveitinni í áratug eða síðan fjórða platan; Sail to the Moon kom út 2006.

Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari sendi frá sér plötu undir nafninu Kjarr fyrir nokkrum árum. Jón Geir trommari er að tromma um allan heim með Skálmöld og Biggi hefur verið duglegur að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar auk "popplaganna".

U2 kemur lítillega við sögu í upphafi þáttarins en 14ánda plata sveitarinnar; The songs of Innocence kemur út 1. desember nk. Þrjú lög af plötunni heyrast í þættinum.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokkland hlaðvarpinu í gegnum Itunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Rokkland á Airwaves

Tónlist

Billy Bragg

Tónlist

Vinskapurinn trompar rómantíkina..

Tónlist

Hann þarna og Hún þarna...