Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Bíða niðurstöðu í riftunarmáli

18.03.2013 - 09:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Beðið er niðurstöðu í ritfunarmáli þrotabús Baugs gegn fyrrverandi eigendum félagsins til að hægt sé að útkljá milljarða skaðabótamál þrotabúsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem snýst um sömu viðskipti. Skaðabótamálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Dómkvaddir matsmenn telja að hlutabréf í Baugi hafi verið verðlaus sumarið 2008, þegar Baugur keypti 26 prósenta hlut í sjálfum sér af eigendum félagsins. Skiptastjóri Baugs vill fá þeim viðskiptum rift. Aðalmeðferð um riftunina fór fram í febrúar og er niðurstöðu dómsins beðið.

Hlutabréfakaupin voru hluti af umfangsmiklum viðskiptum í tengslum við að Hagar voru seldir út úr Baugi árið 2008. Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hluthafar Baugs hafi tapað á hlutabréfakaupunum.