Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi

Mynd með færslu
 Mynd:
Fulltrúar framboðsflokkanna tveggja í Eyja- og Miklaholtshreppi röðuðust til skiptis í sæti í kosningum í sveitarfélaginu. Framboðið Betri byggð fékk 55 atkvæði eða 56% atkvæða. Sveitarstjórnarflokkurinn Sveitin hlaut 43 atkvæði, eða 43,9% af heildinni.

Sá frambjóðandi sem flest atkvæði fékk var Eggert Kjartansson. Hann fékk 55 atkvæði og verður fulltrúi Betri byggðar í sveitarstjórn. Auk hans taka Atli Sveinn Svansson og Katrín Gísladóttir sæti í bæjarstjórn fyrir Betri byggð. 
Fulltrúar Sveitarinnar verða Þröstur Aðalbjarnarson sem hlaut næst flest atkvæði, 43 talsins, og Sigrún Erla Eyjólfsdóttir. 
Oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Guðbjartur Gunnarsson, gaf ekki kost á sér í ár. 

Á kjörskrá voru 104 en 99 greiddu atkvæði. Kjörsókn var því 95,19%

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi