Bergþór enn formaður og allt óvíst um Ágúst

31.01.2019 - 17:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Formenn þingflokka á Alþingi hafa fundað óformlega í þinghúsinu í dag til að reyna að leysa þá stöðu sem upp er komin í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir að Bergþór Ólason kom aftur til starfa og settist í stól formanns. Formennirnir halda áfram þeim óformlegu fundum á morgun.

Í dag er vika í að Ágúst Ólafur Ágústsson setjist aftur á þing en hann fór í tveggja mánaða leyfi 7. desember eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnti hann í kjölfar þess að hann áreitti konu kynferðislega. Ágúst Ólafur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um hvort hann mæti þann 7. febrúar eða ekki og Oddný Harðardóttir þingflokksformaður vill heldur ekki segja neitt en hún hitti Ágúst Ólaf í dag. 
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV