Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bergrún Ósk með silfur - Jón Margeir í 7. sæti

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir nældi sér í silfur í kvöld. - Mynd: Íþróttasamband fatlaðra / RÚV

Bergrún Ósk með silfur - Jón Margeir í 7. sæti

24.08.2018 - 22:30
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, úr ÍR, vann í kvöld silfurverðlaun í langstökki í fötlunarflokki T37 (hreyfihamlaðir) á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Berlín. Þá lenti Jón Margeir Sverrisson í 7. sæti í úrslitum 800 metra hlaups karla í fötlunarflokki T20 (þroskahamlaðir).

Bergrún Ósk stökk lengst 4,16 metra í kvöld en Marta Piot­rowska frá Póllandi landaði gullinu með stökki upp á 4,51 metra. Bergrún er aðeins 17 ára gömul og því framtíðina fyrir sér en hún hefur unnið til tvennra verðlauna á mótinu í Berlín.

Fyrrum sundkappinn Jón Margeir Sverrisson, úr Fjölni, hafnaði í 7. sæti í úr­slit­um 800 metra hlaups fötlunarflokks T20 (þroska­hamlaðra) í kvöld. Jón Margeir hljóp á samtals tveimur mínútum og 25,44 sekúndum. 

Mynd með færslu
Jón Margeir Sverrisson. Mynd: ruv.is - Skjáskot

Tengdar fréttir

Íþróttir

Bergrún vann brons á EM