Bergrún Íris og Kennarinn sem hvarf

Mynd: Davíð og Davíð / Davíð og Davíð

Bergrún Íris og Kennarinn sem hvarf

14.05.2019 - 09:23

Höfundar

Að venju var sumri fagnað með afhendingu viðurkenninga Reykjavíkurborgar fyrir barnabókmenntir.

Það var skáldsagan Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur sem var verðlaunuð sem besta frumsamda barnabók liðins árs. Rán Flygenring var verðlaunuð fyrir framúrskarandi myndskreytingar sínar í Sögunni um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins og eru myndskeytingar hennar órjúfanlegur hluti þessarar bókar þar sem Hjörleifur Hjartarson semur texta. Þá hlaut Guðni Kolbeinsson verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar, fyrir Villimærina fögru eftir Philip Pullman.

Einnig voru í Höfða síðasta vetrardag í fyrsta sinn veitt verðlaun kennd við Guðrúnu Helgadóttur, drottningu íslenskra barnabókmennta. Verðlaunin eru veitt fyrir óútgefið handrit og er ætlað að stuðla að nýsköpun á sviði barnabókmennta og heiðra þar með Guðrúnu fyrir framlag hennar til barnabókmennta. Fyrst til að hljóta þessi verðlaun er Bergrún Íris Sævarsdóttir fyrir handritið að skáldsögunni Kennarinn sem hvarf.

Jórunn Sigurðardóttir tók Bergrúnu Írisi að tali um bókina, verðlaunin og starf barnabókarithöfundarins, í bókmenntaþættinum Orð um bækur 11. maí 2019 á Rás 1.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Reimleikar í Þingholtunum

Bókmenntir

Leðurblökumaðurinn fær þýðingarstyrk

Bókmenntir

Hinsta kveðja Meðgönguljóða

Bókmenntir

Dimma Ragnars meðal bóka ársins í Svíþjóð