Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Benjamin Netanyahu ákærður

21.11.2019 - 16:49
Mynd með færslu
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd:
Avichai Mandelblit, ríkissaksóknari í Ísrael, tilkynnti í Jerúsalem fyrir stundu að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefði verið ákærður fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta er í fyrsta sinn sem ísraelskur þjóðarleiðtogi er ákærður meðan hann er enn við völd.

 

Saksóknari ætlar að fara fram á það við ísraelska þingið að Netanyahu verði sviptur friðhelgi. Það gæti tekið einn mánuð. Rannsókn ísraelsku lögreglunnar á ásökunum á hendur forsætisráðherranum hefur tekið meira en þrú ár.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV