Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ben Stiller úti á túni

27.08.2012 - 16:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Bandaríski leikarinn Ben Stiller og föruneyti lentu þyrlu sinni á túninu við bæinn Gröf rétt fyrir utan Grundarfjörð á hádegi í dag.

Lárus Sverrisson á Gröf hafði veitt góðfúslegt leyfi fyrir lendingunni og tók á móti Stiller, tók í höndina á honum og bauð hann velkominn. Stiller þakkaði fyrir afnot af túninu en Lárus vissi ekki fyrr en síðar um hvaða leikara var að ræða. Stuttu síðar keyrðu Stiller og aðstoðarfólk hans á brott en unnið er að undirbúningi kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty sem taka á upp að mestu leyti á Íslandi.


Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.