Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Beltaþyrill sást við Varmá í dag

10.04.2019 - 15:44
Mynd frá Guðmundi Hirti Falk Jóhannessyni, fuglaljósmyndari.
 Mynd: Guðmundur Hjörtur Falk Jóhann - Birding Iceland
Beltaþyrill er sjaldséður fugl hér á landi, segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Jóhann Óli segir að þetta sé í sjötta sinn sem fuglinn sést hér á landi. Fyrst sást fuglinn árið 1901 og síðan ekki aftur fyrr en 1998, en þá sáust tveir fuglar, annar þeirra á sundlaugarbakka við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Upp úr aldamótum sáust tveir fuglar til viðbótar.

Jóhann Óli telur sennilegt að fuglinn hafi verið hér síðan í nóvember. Mögulega sé þetta hrakningsfugl sem gæti hafa lent í fellibyl og fokið hingað. 
Beltaþyrill er af þyrlaætt sem er mjög útbreidd í Kanada og Bandaríkjunum.

Fuglaljósmyndarinn Guðmundur Hjörtur Falk Jóhannesson náði mynd af fuglinum í morgun. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV