Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Beinar útsendingar frá Iceland Airwaves á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ástgeirsson - Iceland Airwaves

Beinar útsendingar frá Iceland Airwaves á RÚV

05.11.2018 - 13:52

Höfundar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í 20. sinn dagana 7.-10. nóvember. Sýnt verður frá tónleikum á opnunardegi hátíðarinnar í beinni á RÚV 2 og hægt verður að leggja við eyru á Rás 2.

Miðvikudagskvöldið 7. nóvember verður bein útsending á RÚV 2 frá tónleikum í Gamla bíói. Tónleikarnir hefjast 19.50 og þar koma fram Kiriyama Family, Hildur Vala, Moses Hightower, Una Stef og Valdimar. Kynnir er Matthías Már Magnússon. Tónleikunum verður einnig útvarpað á Rás 2 og útsending frá þeim hefst klukkan 22.25 á aðalrás RÚV.

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ástgeirsson - Iceland Airwaves

Ásgeir Trausti stýrir daglegu „beint á vínyl“-hægvarpi í hljóðverinu Hljóðrita frá miðvikudegi til föstudags frá 16–19, og á laugardaginn klukkan 14 og 18. Þar spila hljómsveitir og tónlistarmenn fyrir framan áhorfendur og útkoman verður tekin beint upp á vínyl, og allt er það í beinni útsendingu í mynd á RÚV 2, RÚV.is og Menningarvef.

Dagskránni lýkur ekki þar því Rás 2 og RÚV núll halda svo áfram útsendingum frá hátíðinni.

Doddi litli og Orri Freyr Rúnarsson stýra útsendingu frá Petersen svítunni í Gamla bíói á fimmtudagskvöld klukkan 19.23. Að auki verður sent út beint frá hliðardagskrá í Petersen svítunni milli 12:40 og 16 í Popplandi á Rás 2 á fimmtudag og föstudag, þar sem Cyber, Between Mountains, Elli grill og félagar, Axel Flóvent, Júníus Meyvant, Warmland og Tara Mobee koma fram.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll
Efnilegt tónlistarfólk kemur fram á tónleikum í Stúdentakjallaranum.

RÚV núll verður með beint myndstreymi frá Stúdentakjallaranum föstudaginn 9. nóvember klukkan 17.00. Þar koma fram Haki, Matthildur og Þorri.

Tengdar fréttir

Tónlist

8 Airwaves-bönd sem vert er að bera sig eftir