Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bein loðfíla í gildrum fornmanna

07.11.2019 - 16:22
epa07977802 A general view of the remains of mammoth specimens found in artificial traps in the municipality of Tultepec, Mexico, 06 November 2019. The first artificial traps for mammoths that have been recorded in the world have been discovered in the municipality of Tultepec, in the central State of Mexico, said Luis Cordoba, of the archaeological rescue direction of the National Institute of Anthropology and Mexico History.  EPA-EFE/Jose Mendez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.

Á vef breska útvarpsins BBC segir að fornleifafræðingar hafi áður talið að menn hafi aðeins drepið mammúta sem voru þegar særðir eða í sjálfheldu en pyttirnir sýni að þeir voru veiddir af ráðnum hug. Gryfjurnar eru um tuttugu og fimm metrar í þvermál og um einn komma sjö metrar á dýpt.  
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV