Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.