Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Beðið eftir kleinuhringjum

05.08.2015 - 10:12
Mynd: RÚV / Virkir morgnar
Biðröð myndaðist fyrir utan kleinuhringjastaðinn Dunkin' donuts hálfum sólarhring áður en staðurinn opnaði klukkan níu í morgun. Fyrstu 50 áttu von á að fá ársbirgðir af kleinuhringjum.

Andri Freyr Viðarsson fór á stúfana, tók fólk í röðinni tali og reyndi að átta sig á hvers vegna fólk legði það á sig að bíða í röð næturlangt eftir sætabrauði.

„Þetta er ein mesta geðveiki sem ég hef orðið vitni að,“ segir Andri — sem hefur nú upplifað sitthvað á sínum ferli. Þau sem voru fremst í röðinni höfðu beðið þar í meira en 14 tíma eftir kleinuhringjum.

Guðrún Dís Emilsdóttir
dagskrárgerðarmaður