Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Barnalæknar mótmæla niðurskurði

29.11.2013 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Félag íslenskra barnalækna mótmælir harðlega áformum um að leggja niður sérhæfða ung- og smábarnavernd fyrirbura á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur sinnt fyrirburum sem fæðast þar eftir 27 til 32 vikna meðgöngu.

Flestir fyrirburanna glíma við fjölbreyttan heilsufarsvanda. Það er því mikilvægt að eftirfylgd sé markviss og að brugðist sé skjótt við vanda þeirra. Viðeigandi menntun, þjálfun og reynsla starfsmanna sem sinna eftirliti er nauðsynleg. Félagið telur að barnalæknar gegni hér veigamiklu hlutverki. Stjórn félagsins harmar þróun mála og óskar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð.