Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Bárðarbunga bifast

03.12.2017 - 07:29
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3.2 varð í austanverðri Bárðarbunguöskjunni laust fyrir klukkan hálf fimm í morgun. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta framhald óróans sem þarna hefur verið að undanförnu og ekki vita á neitt annað eða meira. Enginn gosórói er sjáanlegur, að hennar sögn. Sama á við um Öræfajökul, þar sem smáskjálftahrina hefur verið í gangi í sunnanverðri öskjunni síðan um ellefuleytið í gærkvöldi.

Loks má nefna að skjálfti af stærðinni 2.3 varð nærri Öskju um hálffjögur í nótt, en skjálftar eru algengir á þessum slóðum. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV