Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Baráttudagur kvenna um allan heim

epa06588918 Women wearing purple bows attend a demonstration in, San Sebastian, Spain, 08 March 2018. 'If we stop, the world stops' is the slogan for the first general feminist strike called by 8M Comission planning more than two hundred events
Boðað hefur verið til mótmæla á 120 stöðum á Spáni í dag. Mynd: EPA Images
Haldið er upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna víða um heim í dag. Konur á Spáni eru í verkfalli og í Frakklandi er dagblað selt á fjórðungi hærra verði til karla þar sem þeir fá að meðaltali fjórðungi hærri laun en konur.

Haldinn verður baráttufundur í Tjarnarbíói í dag klukkan 17:00 undir yfirskriftinni Konur gegn kúgun. SFR, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, BSRB, Kvennaathvarfið, Kennarasambandið og fleiri félagasamtök standa að fundinum.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss 19. mars 1911, að því segir á vef Kvennasögusafns Íslands. Konur í Svíþjóð, Frakklandi og Hollandi bættust í hópinn árið 1912 og konur í Tékkóslóvakíu og Rússlandi ári síðar. Þúsundir kvenna í Þýskalandi söfnuðust saman 8. mars 1914 og var það upphafi að fjölmennum baráttufundum og kröfugöngum verkafólks sem stóðu í eina viku. Dagsins var fyrst minnst hér á landi árið 1932 á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands.

UN Women hefur efnt til neyðarsöfnunar í dag fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. Um 400.000 Róhingjakonur búa við stöðugan ótta við ofbeldi í flóttamannabúðum. Nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í ofsóknum stjórnarhersins í Mjanmar gegn Róhingjum.

A Rohingya refugee woman poses for a photo at Cox's Bazar refugee camp in Bangladesh on January 27, 2018. As the rohingya people are refused from citizenship in myanmar were deprived from basic needs includes health, education result as most of were
Kona á flótta frá Mjanmar. Mynd: UN Women

Konur á Filippseyjum þustu út á götur og mótmæltu forseta landsins, Rodrigo Duterte. Meðal mótmælenda voru aðstandendur fólks sem hefur verið drepið í stríði stjórnvalda gegn fíkniefnum. 

epa06588912 Filipino women hold placards during a rally marking International Women's Day in Manila, Philippines, 08 March 2018. International Women's Day events are held worldwide on March 08, with the theme for 2018 being 'Press for
Mótmæli voru á Filippseyjum í dag. Mynd: EPA-EFE - EPA

Konur sem vinna við húshjálp í Hong Kong söfnuðust saman á götum úti og kröfðust betri launa og reglulegs vinnutíma. Þær búa margar á þeim heimilum þar sem þær vinna og kröfðust þess að fá tækifæri að eiga sér líf fyrir utan vinnuna.

epa06588265 Domestic migrant workers and activists display banners during a march to celebrate International Women's Day in Hong Kong, China, 08 March 2018. Several dozen domestic migrant workers marched to the Hong Kong Immigration Department
Frá mótmælum í Hong Kong í dag. Mynd: EPA-EFE - EPA

Franska dagblaðið Liberation kostar 25 prósentum meira fyrir karla í dag. Þegar konur kaupa blaðið kostar það tvær evrur en fyrir karla er verðið tvær og hálf evra. Verðmunurinn á að endurspegla launamun kynjanna. 

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot af vef Liberation

Konur á Spáni hafa boðað til allsherjarverkfalls í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tíu verkalýðsfélög standa að verkfallinu sem stendur í sólarhring. Kvenréttindasamtök hafa hvatt konur til að vinna ekki nein heimilisstörf í dag. 300 lestarferðir falla niður vegna verkfallsins og ferðir neðanjarðarlesta í Madríd verða stopular. Boðað hefur verið til mótmæla á 120 stöðum um landið í dag undir slagorðinu „Ef við stoppum, þá stöðvast heimurinn.“

epa06588945 Hundreds of people called by trade unions gather the Cibeles Square to support the International Women Day in Madrid, Spain, 08 March 2018. 'If we stop, the world stops' is the slogan for the first general feminist strike called by
Frá mótmælum í Madríd í dag. Mynd: EPA Images