Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Bannað að heita Dylan

12.07.2015 - 14:16
grátandi barn.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pixabay
Óheimilt er að nefna börn Dylan og Eileithyia. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem kvað í vikunni upp úrskurð í níu málum.

Nefndinn féllst á það að stúlkur megi bera eiginnafnið Þingey, en hins vegar sé ekki heimilt að nota nafnið sem millinafn. Nefndin benti á að Þingey beri öll einkenni eiginnafna, en samkvæmt lögum um mannanöfn er óheimilt að nota nöfn sem millinöfn ef þau eru þegar notuð sem eiginnöfn annað hvort stúlkna eða drengja.

Nefndin samþykkti ennfremur nöfnin Kórekur, Remek, Lílý og Ilse.

Þá féllst nefndin einnig á það að stúlka nokkur mætti kenna sig við erlendan föður sinn og bera föðurnafnið Pétursdóttir. Sjálfur heitir faðirinn Piotr og sá mannanafnanefnd ekkert því til fyrirstöðu að stúlkan tæki upp íslenska mynd af því nafni.

birkirbi's picture
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV