Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Bannað að deila mynd af atkvæðinu

25.06.2016 - 11:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Borið hefur á því að kjósendur hafi tekið farsímamynd af kjörseðli sínum og birt á samfélagsmiðlum. Kosningalög banna kjósendum að sýna af ásettu ráði hvernig þeir kjósa eða hafa kosið og þeir sem flagga atkvæði sínu með þessum gætu fengið sekt.

Bjarni G. Björgvinsson, formaður yfirkjörstjórnar á Fljótsdalshéraði, segir að ekki síst hafi borið þessu með utankjörfundaratkvæði. „Við höfum heyrt af því að fólk sé að taka myndir af kjörseðli sínum og setja á facebook eða út á samfélagsmiðlana. Það er alveg skýrt að þetta er brot á kosningalögunum. Samkvæmt d-lið 125. greinar laga um kosningar til Alþingis sem að gilda um forsetakosningarnar þá varðar það sektum ef að menn gera uppljóst um hvernig þeir hafa kosið. Því er algjörlega bannað að taka myndir af kjörseðlum í kjörklefum og birta þær á miðlum; það er refsivert athæfi og bara vonandi að fólk standi ekki í slíku; að reyna að spilla fyrir kosningum með því," segir Bjarni. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV