Bandarískur sjónvarpsmaður leitar Lagarfljótsorms

09.06.2012 - 21:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sýndi nýlega frétt um ferð sjónvarpsmannsins Jeffreys Kofmans til Íslands. Kofman kemur víða við en megintilgangur ferðarinnar er að grafast fyrir um uppruna Lagarfljótsormsins. Hann ræðir meðal annars við Hjört Kjerúlf bónda sem náði frægum myndum af orminum.

Nákvæmlega er farið ofan í það hvernig Hjörtur varð var við orminn, morgun einn í janúar þegar hann stóð við gluggann í húsi sínu með kaffibolla í hönd og horfði niður að á.

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn er ekki alveg sannfærður um að Lagarfljótsormurinn sé til í raun, þrátt fyrir vitnisburð Skúla Björns Gunnarssonar um að tengdamóðir hans hafi séð orminn.

Þá greinir Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur frá nokkrum efasemdum um tilvist skrímslisins. Kofmann þykir þó athyglisvert að Skarphéðinn er samt alltaf vera með myndavél til reiðu þegar hann ekur meðfram Lagarfljóti ef ske kynni að ormurinn kæmi upp úr fljótinu. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi