Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bandarískir þingmenn krefjast svara

21.11.2018 - 12:54
Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur beðið Donald Trump forseta að ganga úr skugga um hvort Mohammed bin Salman, krónprins Saudi-Arabíu, hafi átt aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Khashoggi var myrtur 2. október á ræðismannsskrifstofu Saudi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. 

Leiðtogar bæði Demókrata og Repúblikana í utanríkismálanefndinni hafa sent forsetanum bréf þar sem þeir krefjast þess að ný rannsókn verði gerð á því hver hafi fyrirskipað morðið.