Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bandaríkin og Brasilía sameinast um Amazon

14.09.2019 - 03:32
epa07839913 US Secretary of State Mike Pompeo (R) shakes hands with Foreign Minister of Brazil Ernesto Araujo (L), after delivering remarks to members of the news media during their meeting at the State Department in Washington, DC, USA, 13 September 2019. Secretary Pompeo took the opportunity to commend Brazil's support of Israel and recognition of opposition leader of Venezuela Juan Guaido.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkin og Brasilía heita 100 milljónum dollara í verndarsjóð líffræðilegs fjölbreytileika Amazon-frumskógarins. Sjóðnum verður stýrt af einkageiranum. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Mike Pompeo og Ernesto Araujo, greindu sameiginlega frá þessu í Washington í gær. 

Araujo sagði einu leiðina til að vernda frumskóginn vera að opna hann fyrir efnahagsþróun. Þá notaði hann tækifærið og sagði gagnrýni á vinnubrögð Brasilíu vegna skógarelda í Amazon ósanngjarna. 

Yfir 80 þúsund skógareldar hafa brotist út í Amazon það sem af er ári. Sérfræðingar telja stóran hluta eldanna mega rekja til bænda og skógarhöggsmanna. Umhverfisverndarsinnar segja stefnu Jair Bolsonaro forseta Brasilíu stuðla að aukningu eldsvoða. Þeir segja hann hafa hvatt nautgripabændur til að hreinsa skóga fyrir beitarland. 

Araujo sagði við blaðamenn í Washington í gær að besta fyrir framtíð frumskógarins og fólksins sem býr þar væri að finna nýjar leiðir sem gefa eitthvað af sér til íbúa. Þannig verði til störf og tekjur fyrir þjóðir frumskógarins. 100 milljónirnar verða lagðar í 11 ára fjárfestingasjóð sem á að stuðla að verndun líffræðilegs fjölbreytileika svæðisins. 

Sjö Suður-Ameríkuríki komu sér saman um leiðir til að vernda vatnasvæði Amazon. Auk Brasilíu undirrituðu Bólivía, Kólumbía, Ekvador, Gvæana, Perú og Súrínam samkomulag um að setja á stofn viðbragsmiðstöð fyrir hamfarir og eftirlit úr gervihnöttum. Að auki samþykktu ríkin að vinna að gróðursetningu á svæðum sem hefur verið eytt.