Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bandaríkin gera loftárás í Sómalíu

20.01.2019 - 06:24
epa04906356 Two US Air Force jet-fighter F-22 Raptor aircraft in the sky at the 32 Tactical Air Base in Lask, Poland, 31 August 2015. Two US Airforce Lockheed Martin F-22 Raptor stealth tactical fighter aircrafts will take part in exercises with the new
 Mynd: EPA - PAP
Bandaríkjaher greindi frá því í gær að yfir 50 vígamenn úr röðum al-Shabaab hafi fallið í loftárás Bandaríkjahers í Sómalíu. Árásin var gerð til að svara árás vígamanna á sómalska hermenn. Engir almennir borgarar létu lífið eða særðust í loftárásinni.

Al-Shabaab lýsti nýlega yfir ábyrgð á hryðjuverkaárás í Nairóbí í Kenía þar sem að minnsta kosti 21 lét lífið í sprengju- og skotárás á hótel í borginni.

CNN fréttastofan hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að á milli 3.000 og 7.000 tilheyri vígahreyfingu al-Shabaab í Sómalíu, og til viðbótar séu allt að 250 vígamenn úr röðum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Loftárásin í gær var sú sjötta sem beinist að al-Shabaab á árinu.