Bandaríkin gera loftárás á Idlib

01.09.2019 - 03:34
Mynd með færslu
Borgir og bæir í Idlib eru illa leiknir eftir átökin þar undanfarin ár. Mynd:
Bandaríkjaher gerði árás á leiðtoga hryðjuverkahóps Al Kaída í Idlib héraði Sýrlands í gær. Herinn segir árásina hafa beinst að mönnum sem gera árásir sem ógna bandarískum ríkisborgurum, bandamönnum þeirra og saklausum borgurum.

Engar frekari upplýsingar voru gefnar um árásina, en að sögn BBC eru heimildir fyrir því að um 40 manns hafi dáið í flugskeytaárás á æfingabúðir hryðjuverkamanna. Árásin var gerð skömmu eftir að sýrlenski stjornarherinn hóf einhliða vopnahlé með stuðningi Rússa í gærmorgun. 

Idlib er eitt síðustu vígja uppreisnarmanna og vígahreyfinga í Sýrlandi. Stjórnarherinn hóf loftárásir síðla í apríl til að reyna að ná aftur stjórn á héraðinu, auk þess sem hermenn hafa gert atlögu af landi. Nokkur lykilsvæði eru nú undir stjórn hersins, þar á meðal borgin Khan Sheikhoun sem var á valdi uppreisnarmanna í fimm ár.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi