Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Banaslys í Hvalfjarðargöngunum

05.06.2016 - 16:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Einn lést í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa í Hvalfjarðargöngunum um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru þrír á gjörgæslu og einn til rannsóknar. Frekari upplýsingar um fólkið verði ekki gefnar að svo stöddu.

Áreksturinn varð um tvöleytið í göngunum. 

Þetta er í fyrsta sinn sem banaslys verður í göngunum frá því þau voru opnuð árið 1998, samkvæmt upplýsingum frá Speli.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin í sjúkraflutninga og mikill viðbúnaður var á slysstað. 

Lokað var fyrir umferð um göngin á meðan unnið var á vettvangi. Opnað var aftur fyrir umferð um fimmleytið. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV