Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Bálförum fjölgar á síðustu árum

21.01.2011 - 12:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Bálförum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. 37% jarðsetninga eru nú duftgrafir, en voru 31% fyrir fimm árum. Í tilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma kemur fram að verði þróunin svipuð á næstu árum verði duftgrafir jafn algengar og kistugrafir árið 2018.

Samkvæmt könnun Gallups fyrir nokkrum árum kom í ljós að 70% aðspurðra voru jákvæðir í garð bálfara sem útfararsiðar.