Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Baldur Guðlaugsson til starfa hjá Lex

17.09.2012 - 17:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik snemma á þessu ári, hefur hafið stöf hjá Lex lögmannsstofu. Helgi Jóhannesson lögmaður hjá Lex staðfesti þetta við fréttastofu.

Helgi segir Baldur búa yfir gríðarlegri reynslu og ánægja sé með hans störf. Baldur hafði fram til þessa afplánað dóminn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og á Kvíabryggju, en er nú kominn á áfangaheimilið Vernd og má þá stunda vinnu á daginn.

Fangelsismálastofnun vildi ekki veita upplýsingar um þetta mál, en þar kom þó fram að ekki væri óvenjulegt að menn afplánuðu aðeins annað árið af tveggja ára dómi og færu að hálfu ári loknu á Vernd. Þar geti fangar verið í fjóra mánuði og verða síðan í tvo mánuði til viðbótar undir rafrænu eftirliti.