Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Bakkabræður fá hjálp frá stílista

07.03.2012 - 11:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Stílistinn Karl Berndsen hefur sést á Sauðárkróki undanfarna daga þar sem hann hefur aðstoðað hina sögufrægu Bakkabræður við að finna sér ráðskonu. Bakkabræður eru alltaf sömu sauðirnir og því hefur konuleitin ekki gengið neitt sérlega vel.

Soffía frænka úr Kardimommubæ og djammdrottningin Hildur Líf hafa einnig reynt að aðstoða bræðurna, enda ómögulegt að þeir séu konulausir mikið lengur.

Áhugasamir geta séð hvernig kvennmannsleit þeirra Bakkabræðra gengur fyrir sig í leiksýningu sjöundu bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki, en í sýningunni vakna allar þessar persónur til lífsins og fleiri til í félagsheimilinu Bifröst.