Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Baggalútur 2013 í Konsert

Baggalútur 2013 í Konsert

12.12.2018 - 13:30

Höfundar

Í konsert í kvöld heyrum við jólatónleika Baggalúts sem voru hljóðritaðir í Háskólabíó 7. desember 2013.

Baggalút þekkja allir. Þeir eru búnir að vera að skemmta okkur íslendingum með allskonar skemmtilegu gríni á baggalutur.is árum saman. Þeir eru búnir að gefa út bækur, hafa gert útvarpsþætti lengri og styttri auk þess sem liðsmenn Baggalúts hafa gert garðinn frægan í útvarpi og sjónvarpi, skrifað handritið að Áramótaskaupinu og þannig mætti lengi telja.

Rás 2 og Baggalútur tóku höndum saman og slógu upp Þorláksmessutónleikum í Iðnó á Þorláksmessu árið 2006. Það heppnaðist vel,  tónleikarnir voru sendir út beint á Rás 2 og salurinn var þokkalega fullur. En núna í ár, 12 árum seinna er Baggalútur með 18 uppselda tónleika í Háskólabíó og þeir gætu verið fleiri.

Fyrir 5 árum, 2013, var Baggalútur með 11 jólatónleika, tvenna í Hofi á Akureyri, eina á Akranesi og 8 tónleika í Háskólabíó.

Og það sem við ætlum að bjóða upp á í Konsert í kvöld eru fjórðu tónleikarnir það árið, Háskólabíó laugardagskvöldið 7. desember 2013.

Tengdar fréttir

Tónlist

Himinn og jörð - Gunni Þórðar 70 ára

Tónlist

Calexico í þýskalandi

Tónlist

Megas umvafinn

Tónlist

Valdimar og Örn Eldjárn í Havarí...