Bætist í hóp þeirra sem syngja á íslensku í úrslitunum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Bætist í hóp þeirra sem syngja á íslensku í úrslitunum

19.02.2020 - 10:16

Höfundar

Íva Marín hefur óskaði eftir því að fá að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar en áður hafði hún í hyggju að syngja á ensku. Þá verða tvö lög á íslensku, Oculis Videre með Ívu og Almyrkvi með Dimmu. Önnur lög verða á ensku.

Reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision söngvakeppninni í Rotterdam, sigri lagið hér heima. Áður höfðu höfundar lagsins Oculis Videre, þau Íva Marín Adrichem og Richard Cameron, ákveðið að syngja lagið á ensku en í gær fóru þau þess á leit við framkvæmdastjórn keppninnar að fá að syngja lagið á íslensku. Við því var orðið. Það verða því tvö lög flutt á íslensku en þrjú á ensku í Laugardalshöll 29. febrúar.


Hér má sjá lögin í úrslitum á því tungumáli sem þau verða flutt og röð þeirra:

Mynd:  / 

Meet me halfway Ísold og Helga
Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Enskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson
Kosninganúmer: 900-9901

Mynd:  / 

Think about things – Daði og Gagnamagnið
Lag: Daði Freyr
Enskur texti: Daði Freyr
Kosninganúmer: 900-9902

Mynd:  / 

Echo – Nína
Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez
Enskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Kosninganúmer: 900-9903

Mynd:  / 

Oculis Videre – Iva
Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Kosninganúmer: 900-9904

Mynd:  / 

Almyrkvi – Dimma
Lag: Dimma
Íslenskur texti: Ingó Geirdal
Kosninganúmer: 900-9905

Lögin á þessum tungumálum er hægt að nálgast á songvakeppnin.is, youtube, Spotify og fleiri tónlistarveitum

Tengdar fréttir

Tónlist

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar - öll lögin