Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bæta heiminn með gríni

07.05.2018 - 12:01
Mynd: Einar Rafnsson / RÚV/Landinn
„Við erum náttúrulega ekki að gera grín að sjúkdómum heldur fordómum sem tengjast geðsjúkdómum," segir Dóra Jóhannsdóttir leikkona og handritshöfundur. Hún, ásamt fleiri leikurum og kvikmyndagerðarfólki voru í síðustu viku að taka upp leikin grínatriði sem eiga að vekja athygli á fordómum sem fólk hefur gagnvart geðskjúkdómum.

Það er gert með því að setja líkamlega fatlaða í spor geðfatlaðra. Það er Klúbburinn Geysir sem stendur fyrir þessari vitundarvakningu sem fer í gang í næsta mánuði en Geysir bíður upp á athvarf fyrir þá sem hafa átt við andleg veikindi að stríða.

„Grín er gríðarlega sterkt tæki og við erum einfaldlega að nota það til að breyta heiminum," segir Dóra. 

gislie's picture
Gísli Einarsson
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir