
Í tillögunni er vísað til greinar í samningi Reykjanesbæjar og Útlendingastofnunar þar sem segir að komi upp ófyrirsjáanlegar aðstæður, svo sem vegna mikillar fjölgunar hælisleitanda áskilja báðir sér rétt til að krefjast endurskoðunar á samninginum.
Í greinargerð, sem fylgir tillögunni, segir meðal annars að í dag séu 149 hælisleitendur á landinu. Það séu meira en tvöfalt fleiri en voru þegar samningurinn var gerður. Þá kemur einnig fram að frá síðustu áramótum hafi þeim fjölgað um 43 og ekkert lát sé á komu þeirra.
Í greinagerðinni segir einnig að Reykjanesbær hafi á síðustu vikum leitað að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og flutt rúmlega fjörtíu manns þangað. Það hafi skapað töluverða óhagræðingu fyrir einstaklinga og starfsfólk og sé ekki ákjósanlegt til lengri tíma. Þá sé fjöldi hælisleitanda orðinn mjög áberandi í samfélaginu í Reykjanesbæ og því sé erfitt um eðlilega samlögun, sem væri bæði íbúm og þeim sem eru í hælisleit fyrir bestu.