Töluverðar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna viðhalds á götum. Árni kveðst vona að það verði ekki eins í dag, það sé þó aldrei að vita hvað gerist þegar umferðin er annars vegar. „Það sem gerist í gær var samspil margra þátta. Það voru bílar sem biluðu og gott veður virðist hafa orsakað að fólk fór fyrr af stað heim og úr varð leiðindaástand en það komust nú allir heim á endanum,“ segir hann. Lögregla þurfti að grípa inn í gær og stjórna umferðinni.
„Við fáum mikið af kvörtunum, sérstaklega á vorin, um að gatnakerfið sé í slæmu ástandi á höfuðborgarsvæðinu og svo þegar það er lagað þá fáum við líka kvartanir yfir því að það sé verið að gera við það,“ segir Árni sem ráðleggur fólki að fylgjast vel með hvar framkvæmdir eru og velja þá aðrar leiðir og leggja aðeins fyrr af stað.