Báðir vilja konu sem varaforsetaefni

epa08296633 Democratic presidential candidates former Vice President Joe Biden (L) and Vermont Senator Bernie Sanders (R) bump elbows at the start of the eleventh Democratic presidential debate at CNN Studios in Washington, DC, USA, 15 March, 2020. The debate was originally going to be held in Phoenix, Arizona but was relocated to Washington, DC and held in front of no audience as part of continuing efforts to prevent the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease  EPA-EFE/GABRIELLA DEMCZUK FOR CNN / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY, NO SALES, MANDATORY CREDIT CNN
 Mynd: EPA-EFE - CNN
Fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden hét því í gærkvöld að velja konu sem varaforsetaefni verði hann valinn frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Keppinautur hans, Bernie Sanders, sagði allar líkur á því að hann eigi einnig eftir að velja konu með sér í framboðið. Það væri þó ekki bara einhver kona, heldur framsýn kona.

Aðeins tvær konur hafa verið varaforsetaefni forsetaframbjóðenda. Annars vegar Geraldine Ferraro, sem bauð sig fram með Walter Mondale fyrir Demókrata árið 1984, og hins vegar Sarah Palin sem var varaforsetaefni Repúblikanans John McCain árið 2008. Báðir lutu þeir McCain og Mondale í lægra haldi fyrir keppinautum sínum.

Nokkrar konur hafa þegar verið nefndar til sögunnar sem varaforsetaframbjóðendur. Öldungadeildarþingkonurnar Kamala Harris og Amy Klobuchar eru báðar taldar koma til greina hjá Biden, og jafnvel öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren. Allar tóku þær þátt í forkosningum Demókrata, en hlutu ekki brautargengi. Eins hefur Stacey Abrams verið nefnd. Hún er fyrrverandi þingmaður í Georgíu, sem laut naumlega í lægra haldi í ríkisstjórakjöri þar árið 2018.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi