Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Báðir mennirnir fundnir á Kirkjufelli

17.12.2018 - 17:22
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Hildimundardóttir
Björgunarsveitarmenn á Snæfellsnesi hafa fundið báða mennina sem óskuðu síðdegis eftir aðstoð á Kirkjufelli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu urðu mennirnir viðskila af einhverjum ástæðum. Hann fannst því hægt var að leita eftir GPS-merki úr símanum sem hann hafði hringt úr. Hinn maðurinn fannst nokkrum mínútum síðar.

Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að fyrri maðurinn hafi fundist ofarlega í fjallinu, um tvo þriðju hluta uppi í fjallinu. Jónas segir að það taki um hálftíma til 40 mínútur að koma mönnunum niður úr fjallinu.