Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

B. B. King látinn

epa02808034 US blues guitarist and musician BB King performs on the Miles Davis stage during the 45th Montreux Jazz Festival, in Montreux, Switzerland, 02 July 2011.  EPA/LAURENT GILLIERON
 Mynd: EPA - KEYSTONE

B. B. King látinn

15.05.2015 - 06:36

Höfundar

Bandaríska blúsgoðsögnin B.B. King er látinn, 89 ára að aldri. Lögfræðingur Kings tilkynnti í morgun að hann hefði látist í svefni á heimili sínu í Las Vegas.

King, þekktur meðal annars fyrir lög eins og Lucille, Sweet Black Angel og Rock Me Baby, og hafði áhrif á margar kynslóðir tónlistarmanna, ekki síst með gítarleik sínum. Hann hefur ítrekað verið útnefndur einn af merkustu gítarleikurum sögunnar.

King var fæddur og uppalinn í Mississippi og byrjaði að spila opinberlega á fimmta áratug síðustu aldar.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

B. B. King á spítala