Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ávöxtur frjálsra ásta í ágústmánuði

20.01.2016 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson - RÚV
Myndarlegur lambhrútur kom í heiminn í Árbæjarhjáleigu 2 í Rangárþingi ytra í fyrrakvöld. Kristinn Guðnason bóndi og fjallkóngur á Landmannaafrétti kom í fjárhúsin varð hann þess var að ein ærin var ekki eins og hún átti að sér. Þegar hann skoðaði ána betur kom í ljós að hún var komin að burði. Ærin bar síðan lambhrúti sem sjá má á myndinni að ofan.

Bændur í Árbæjarhjáleigu telja góðar líkur á að hér sé fætt fyrsta lamb ársins. Sauðburður er óvenjulegur á þessum tíma, ekki síst nú á tímum þegar bændur hafa góð tæki til að stjórna því hvenær lömbin fæðast. En fyrir kemur að það kemur til frjálsra ásta hjá sauðfé úti í nátturunni og má ljóst vera að lambhrúturinn góði er ávöxtur af slíkum fundi í ágústmánuði. 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV