Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áverkar hjólreiðarmannsins minniháttar

23.11.2019 - 08:44
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Meiðsli hjólreiðarmanns, sem ekið var á laust eftir klukkan tvö í gær á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri, eru ekki alvarleg og áverkar minniháttar. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfar slyssins. Þá var ekki hægt að gefa upp upplýsingar um ástand og líðan mannsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri telst málið upplýst; Málsatvik eru kunn og verið er að klára að afgreiða málið og vinna úr gögnum.

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn