Um 100 metra breið aurskriða féll á svokallaða Hantó. Hún náði niður á tún og fór yfir veginn innan við Skriðu í Fljótsdal í morgun og lokaði veginum. Tjón varð bæði á túnum og girðingum en tilkynnt var um skriðuna um klukkan hálf átta í morgun. Greiðlega hefur gengið að ryðja henni af veginum. Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við hreinsun nú um klukkan hálf ellefu og er vegurinn aftur orðinn fær.