Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Aurskriður féllu í Fljótsdal

30.12.2015 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: Arnaldur Máni Finnsson - Fljótsdalur Skriða 30120215
Um 100 metra breið aurskriða féll á svokallaða Hantó. Hún náði niður á tún og fór yfir veginn innan við Skriðu í Fljótsdal í morgun og lokaði veginum. Tjón varð bæði á túnum og girðingum en tilkynnt var um skriðuna um klukkan hálf átta í morgun. Greiðlega hefur gengið að ryðja henni af veginum. Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við hreinsun nú um klukkan hálf ellefu og er vegurinn aftur orðinn fær.

 Önnur spýja féll á öðrum stað úr fjallinu, lítil, beint ofan við gamla húsið á Klaustri, Gunnarshúsið. Þriðja skriðan er Skipabotni, í landi Hrafnkelsstaða gegnt Klaustri. Vegagerðin fór og hreinsaði veginn þar þegar hún var búin að hreinsa skriðuna á Klaustri.

 

arnaldurmf's picture
Arnaldur Máni Finnsson
Fréttastofa RÚV