Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Aurláki þarf að borga tæpan milljarð

01.02.2018 - 16:55
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv - rúv
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Aurláki ehf. greiði þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna vegna kaupa á Lyfjum og heilsu.

Aurláki var í eigu bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona. Félagið keypti Lyf og heilsu af dótturfélagi Milestone, en Milestone var að mestu leyti í eigu þeirra bræðra einnig. Milestone varð síðar tekið til gjaldþrotaskpta. Þrotabú Milestone taldi sig ekki hafa fengið að fullu greitt fyrir söluna á Lyfjum og heilsu og stefndi því Aurláka til greiðslu rúmlega 970 milljóna króna. 

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Aurláka í ágúst 2016 til að til að greiða umrædda fjárhæð. Málinu var vísað til Hæstaréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Þá var Aurláki dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone tvær milljónir króna í málskostnað.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV