Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Auknar líkur á eldvirkni með bráðnun jökla

23.07.2013 - 19:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Bráðnun jökla hér á landi þýðir landris og aukna eldvirkni að mati jarðvísindamanna. Framleiðsla kviku undir jarðskorpunni eyjst þegar jökulfargið hverfur.

Jöklarnir hér á landi hafa verið á undanhaldi síðustu áratugi og haldi þessi þróun áfram verða þeir horfnir eftir nokkur hundruð ár. Rúmmál Vatnajökuls hefur til að mynda minnkað um meira en fjögur hundruð rúmkílómetra frá því um þar síðustu aldamót, sem er næstum því þrisvar sinnum rúmmál Mýrdalsjökuls.

Þetta hefur ófyrirsjáanleg áhrif. Til dæmis þau að þrýstingur á jarðskorpuna undir jöklunum minnkar. Það þýðir að kvika í möttlinum á greiðari leið upp á yfirborðið.

Í nýrri grein sem bíður birtingar í virtu jarðvísindatímariti, veltir hópur vísindamanna fyrir sér afleiðingum þessa á Íslandi: líklegt er að aukingin á kvikustreymi verði mest á svæðinu undir Vatnajökli, þar sem talið er að miðja möttulstróksins, eða heita reitsins sé, undir Íslandi.

Í Vatnajökli eru líka virkustu eldstöðvar landsins, Grímsvötn þar á meðal. Þessi auking á kvikustreymi undir landinu gæti orðið um núll komma tveir rúmkílómetrar á ári. Í gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010 komu um núll komma þrír rúmkílómetrar af efni upp á yfirborðið.