
Aukinn byggðakvóti í Þorlákshöfn
Þorlákshöfn hefur fengið úthlutað byggðakvóta af og til síðustu ár. Hann er reiknaður út frá stuðlum sem miðast meðal annars við breytingar á aflaheimildum og botnfiskvinnslu og breytingar í rækju og skelfiski. Samdráttur í botnfiskvinnslu og aflaheimildum í Þorlákshöfn á síðasta ári getur af sér byggðakvótann nú. Stokkseyri fékk úthlutað 15 tonnum nú en fékk ekkert í fyrra. Til Eyrarbakka er úthlutað 28 tonnum nú, en 40 tonnum í fyrra. Til Hornafjarðar er úthlutað 79 tonnum í stað 87.
Aukning byggðakvóta til sunnlenskra hafna nemur um það bil samanlagðri minnkun byggðakvóta á Suðurnesjum. Þar var kvótinn samanlagt 362 tonn í fyrra, en verður 215 tonn nú. Til Sandgerðis er úthlutað 85 tonnum nú í stað 181 tonns í fyrra. Í Garði verður kvótinn nú 107 tonn í stað 181. Þá er nú úthlutað 23 tonnum til Voga, en þar var enginn byggðakvóti í fyrra.