Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Aukin gjóskuframleiðsla

11.05.2010 - 17:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og jarðvísindastofnun Háskóla Íslands virðist gosvirkni vera svipuð og í gær. Sprengivirkni jókst aftur upp úr hádeginu með aukinni gjóskuframleiðsu og hækkandi gosmekki. Órói er stöðugur og hefur nú verið svipaður síðustu sólarhringa og mökkurinn hefur aukist lítillega. Undir Eyjafjallajökli hafa mælst 16 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn.