Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Aukið samstarf HA og BioPol

10.02.2014 - 10:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri hafa endurnýjað samstarfssamning um rannsóknir í sjávarlíftækni.

Fyrri samningur var gerður árið 2007, þegar BioPol var stofnað, og var til fimm ára. Þar eru í dag átta starfsmenn. 

BioPol hefur unnið að fjölda verkefna og meðal annars kortlagt vannýtt tækifæri til verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Nýr samsarfssamningur við Háskólann á Akureyri fjallar einkum um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni, matvælafræði o.fl.

Við undirritum samningsins var formlega tekin í notkun ný rannsóknarstofa hjá BioPol, sem sérstaklega er hönnuð í þeim tilgangi að geta unnið með frumuræktir í dauðhreinsuðu umhverfi.