Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Auglýsa heila blokk til sölu

14.06.2013 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Heil blokk á Raufarhöfn með ellefu íbúðum hefur verið auglýst til sölu. Blokkin var byggð árið 1981 en hefur undanfarið staðið nánast auð.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er aðeins búið í tveimur íbúðum af ellefu. Mikil fólksfækkun hefur orðið á Raufarhöfn undanfarin ár og þar standa margar byggingar auðar. Í fyrra var gamla pósthúsið selt fyrir rúmar þrjár milljónir og unnið hefur verið að því að finna gömlu iðnaðarhúsnæði á staðnum nýtt hlutverk. Blokkin sem nú er til sölu er í eigu leigufélags. Uppsett verð er 58 milljónir.