Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Atvinnuleysi yfir fimm prósent

27.07.2012 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Atvinnuleysi í júní mælist hlutfallslega meira en atvinnuleysi í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunar. Atvinnuleysi í júní var 5,2% en á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi í landinu 4,7%.

Konur eru í meirihluta þeirra sem eru án vinnu nú. 5200 konur eru án vinnu en 4900 karlar.