Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Atvinnuleysi var 5,8% í ágúst

19.09.2012 - 09:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Atvinnuleysi var 5,8% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Það er 0,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2011 þegar atvinnuleysi var 6,2%.

5% karla voru án vinnu í ágúst miðað við 5,7% fyrir ári. Atvinnuleysi kvenna hefur ekki minnkað jafn mikið, var 6,7% prósent í ágúst en 6,8% í sama mánuði í fyrra.