Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Atvinnuleysi minnkar

05.03.2011 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Atvinnuleysi dróst saman í Bandaríkjanum í febrúar og mælist nú 8,9%. Í yfirlýsingu vinnumálaráðuneytisins í Washington sagði að störfum hefði fjölgað í framleiðslugreinum, byggingastarfsemi, viðskiptum og í flutningastarfsemi. Atvinnulausum hefur nú fækkað þrjá mánuði í röð og atvinnuleysið í febrúar var það minnsta í tvö ár.