Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Atvinnuleysi minnkar

12.05.2011 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Skráð atvinnuleysi í apríl 2011 var 8,1%, en að meðaltali 13.262 manns voru atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 495 að meðaltali frá mars eða um 0,5 prósentustig. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 384 að meðaltali en konum um 111. Atvinnulausum fækkaði um 247 á höfuðborgarsvæðinu og um 248 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 8,7% á höfuðborgarsvæðinu en 6,9% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 13,6%, en minnst á Norðurlandi vestra 4,1%. Atvinnuleysið var 8,6% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.